Leita í fréttum mbl.is

Vanhugsuð orð.

Forseti lýðveldisins hefur valdið ómældum skaða með ummælum þeim sem höfð eru eftir honum í fjármálatíðindum í Þýskalandi þar sem hann endurtekur orð Seðlabankastjórans eina, "við borgum ekki".  Það kemur til viðbótar við frásögn af deilum forsetahjónanna í boði fyrir blaðamann á Bessastöðum sem greint var frá fyrir nokkru.  Allt er þetta dapurlegt og til þess fallið að valda þjóðinni meiri erfiðleikum en ella þarf að vera.

Steingrímur Sigfússon sat í gær með uppsögn stjórnarformanna Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tveggja valinkunnra sómamanna sem töldu eðlilegt að segja af sér í framhaldi af því sem ráðherrar í höfðu tjáð sig um varðandi bankamálin.  Fjármálaráðherra hefur beðið þá um að sitja áfram. Samt sem áður þá sýnir þetta ákveðinn vandræðagang sem á ekki að vera í stjórnkerfinu við þessar aðstæður.

Ástandið og framtíðin eru nógu óræð og fyrirsjáanlega erfið. Það er vandmeðfarnara en áður að fara með opinber völd hvort heldur um ráðherra eða forseta er að ræða. Orð geta verið og eru dýr. Þess verður að krefjast að forustumenn þjóðarinnar og í stjórnmálum fjalli ekki um mál með þeim hætti að dragi enn úr virðingu þjóðarinnar og trausti á því vanmáttuga efnahagskerfi sem við búum við.

Á hverjum degi koma vondar fréttir úr fjármálalífi landsins. Straumur með hundrað milljarða halla, Baugur í greiðslustöðun. Bílaumboðið Hekla yfirtekið af Kaupþingi svo nefndar séu fréttir síðustu daga.  Bara það sýnir hvað ástandið er grafalvarlegt.

Við höfum ekki efni á orðagjálfri og ótímabærum og ruglingslegum yfirlýsingum.  Það þarf stefnumörkun og stjórnun ekki orðagjálfur.


Bloggfærslur 11. febrúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 75
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 4440
  • Frá upphafi: 2558873

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 4151
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband