Leita í fréttum mbl.is

Skipulögð glæpastarfsemi?

Hrunbankarnir, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir voru umboðsaðilar um 90 fjármálafélaga sem skráð eru á Tortola eyju í Karíbahafi. 

Af hverju þurftu bankarnir að skrá þessi félög á Tortola eyju? Var fjármálaumhverfið á Íslandi ekki nógu gott þrátt fyrir að fjármagnstekjuskattur og skattar á fjármálafyrirtæki séu með því lægsta sem gerist.

Fróðlegt verður að sjá ef hægt verður hvaða millifærslur fóru milli bankanna og þessara félaga og með hvaða hætti þau höfðu áhrif á bókhald og eignauppgjör bankanna. Þeim mun meira sem fýkur af starfsemi hrunbankanna þá kemur meira og meira eitur í ljós og eignastaða þeirra reynist vera ótrúlega léleg þrátt fyrir að þeir hafi árum saman skilað methagnaði og verið með góða eiginfjárstöðu samkvæmt bókhaldi sem þeir birtu í ágúst 2008 tæpum tveim mánuðum fyrir hrun.

Mér finnst kominn tími til að fjölmiðlamenn elti uppi bankastjóranna í hrunbönkunum og bankaráðsmenn og hlýði þeim rækilega yfir hvað þeir voru að gera.  Spurningin er líka af hverju hafa fjölmiðlarnir ekki gert það? Hvað hefur hindrað þá í því?


mbl.is Félög skráð á Tortola eru 136 talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 101
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 4466
  • Frá upphafi: 2558899

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 4175
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband