Leita í fréttum mbl.is

Afnám verðtryggingar

Ég hef barist fyrir því um árabil að verðtrygging verði afnumin og samfara því að íslenska krónan yrði tengd alþjóðlegri mynt eða tekinn upp fjölþjóðlegur gjaldmiðill. Lengst af hefur mér fundist ég vera eins og hrópandinn í eyðimörkinni því að fáir hafa tekið undir með mér. Ég hef flutt ítrekað tillögur um málið á Alþingi en þær hafa dagað uppi í viðskiptanefnd og aldrei komið til efnislegrar afgreiðslu. Þó var ljóst að fyrri viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson hafði ákveðinn áhuga á málinu.

Bjarni Benediktsson sem gefur kost á sér í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum hefur nú tekið undir þessa kröfu um afnám verðtryggingar. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Bjarni "Því tel ég að við eigum að stefna að afnámi verðtryggingarinnar"   Mér þykir því líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn geri það að stefnumáli sínu að verðtrygging verði afnumin.

Færa má gild rök fyrir því að orsök efnahagshrunsins og bágrar fjárhagsstöðu margra sé vegna hrunadansins í kring um sjálfstæða mynt og verðtrygginguna.

Lífskjör á Íslandi verða að vera sambærileg við það sem gerist í löndunum í næsta nágrenni við okkur. Þess vegna verða lánakjör að vera það líka og við verðum að búa við stöðugleika í myntkerfinu.

Það er kominn tími til að breyta og afnema verðtrygginguna.


Bloggfærslur 21. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2560487

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3400
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband