Leita í fréttum mbl.is

Lánastofnun litla kapítalistans líður undir lok.

Kaupmenn við Laugaveginn stóðu fyrir stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á sínum tíma. Markmiðið var að sparisjóðurinn þeirra gæti verið lánveitandi og bakhjarl smáatvinnurekenda og einyrkja í atvinnurekstri.  Í tímans rás gleymdu stjórnendur SPRON þessu markmiði og breyttu sér í fjárfestingabanka sem veðjaði á lottómarkaðnum.

Hefðu stjórnendur SPRON gætt þess að vinna í samræmi við upphafleg markmið væri SPRON öflugasta bankastofnunin í dag.

Á sínum tíma vildu framsýnir menn steypa lánasjóðum atvinnuveganna saman í einn banka til að greiða fyrir útlánum og fjárhagslegum stuðningi við atvinnufyrirtæki í landinu og sprotafyrirtæki. Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður mynduðu Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Sá fjárfestingabanki átti að vera öflugur bakhjarl til eflingar íslenskra atvinnufyrirtækja. Því miður varð sá banki fyrstur til að fara út á lottómarkaðinn og það áður en bankarnir voru einkavæddir.  Einkavæðingin olli því ekki þeim straumhvörfum sem urðu í bankamálum þjóðarinnar öfugt því sem að Steingrímur J og félagar halda fram. FBA rann inn í Íslandsbanka og saman urðu þeir að Glitni og fjármunir lánasjóða atvinnulífsins urðu að engu.

Þessi einföldu dæmi sýna hvað það var mikið óráð að hverfa frá markaðshyggju smákaupmannsins og halda að markaðshyggja Wall Street gæti verið þjóðinni lyftistöng.

Er ekki kominn tími til að endurreisa gömlu gildin í lánamálum.


Bloggfærslur 23. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3615
  • Frá upphafi: 2560485

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3398
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband