Leita í fréttum mbl.is

Engar breytingar hjá VG

Er ţađ ekki aldreilis merkilegt ađ ţeir sem mest tala um breytingar skuli ekki gera neinar breytingar hjá sér. Listi VG í Norđausturkjördćmi verđur óbreyttur ađ ţví er máli skiptir.  Ég óska Steingrími, Ţuríđi og Birni til hamingju međ 1., 2. og ţriđjasćtiđ.  Ef til vill eru engir til ađ taka viđ kyndlinum af Steingrími J?


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kćrar ţakkir

Ég vil ţakka ţeim fjölmörgu sem komu viđ opnun kosningaskrifstofu minnar í Síđumúla 35. Mér fannst einstaklega ánćgjulegt ađ ţeir Friđrik Sóphusson og Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson skyldu flytja góđar rćđur og kveđjur viđ opnunina.

Viđ Friđrik áttum samleiđ allan ţann tíma sem ég var í Sjálfstćđisflokknum og eigum enn.  Ég tók viđ af honum sem formađur Sambands ungra Sjálfstćđismanna en andstćđingur minn í ţeirri kosningu var einmitt Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson. Menn kynnast iđulega vel mannkostum manna ţegar ţeir eiga ţá fyrir andstćđinga og ţrátt fyrir ađ viđ Vilhjálmur ćttum ekki alltaf samleiđ á sínum tíma í Sjálfstćđisflokknum ţá tókst međ okkur ágćt vinátta sem hefur stađiđ óháđ ţví hvernig pólitíkin hefur veriđ og ţó gefiđ hafi stundum á bátinn og nokkrar vćringjar veriđ međ mönnum.

Ég vil líka nota tćkifćriđ til ađ ţakka ţeim sérstaklega sem gerđu ţađ mögulegt ađ skrifstofan var opnuđ á réttum tíma međ ţeim glćsibrag sem um var ađ rćđa. Undirbúningurinn var í góđum höndum konu minnar og vina. Okkur Mörtu langar sérstaklega ađ ţakka vini mínum Jóni Magngeirssyni sem alltaf klárar öll verkefni međ miklum glćsibrag.


Jákvćđ kosningabarátta. Kosningamiđstöđ.

Kosningabaráttan í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík hefur eftir ţví sem ég best greini veriđ jákvćđ og án persónulegra deilna. Haldi svo áfram ţá verđur prófkjörsbaráttan og prófkjöriđ til ađ efla Sjálfstćđisflokkinn og vonandi verđur ţađ niđurstađan.

Í gćrkvöldi var nýstárlegur fundur frambjóđendanna í Iđnó. Ţar fékk hver frambjóđandi tćkifćri til ađ tala viđ kjósendur á hverju borđi í 3 mínútur en síđan var skipt yfir á nćsta borđ.  Mér fannst ţetta skemmtileg nýbreytni ţó ađ mínúturnar ţrjár dygđu sjaldnast alveg. 

Kl. 17.30 í dag opna ég kosningamiđstöđ ađ Síđumúla 35. Ţar verđur heitt á könnunni og ég vona ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ líta inn og ađ sjálfsögđu eru allir meir en velkomnir.


Bloggfćrslur 4. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2560487

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3400
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband