Leita í fréttum mbl.is

Af hverju á músikhúsið að hafa forgang

Músikhúsið við höfnina er dæmi um  furðulega hugaróra sem allt of margir voru haldnir allt of lengi. Talið var eðlilegt og sjálfsagt að leggja út í margra tugamilljarða framkvæmd. Ljóst var að framkvæmdin mundi þegar músikhúsið væri fullbyggt leggja mikinn kostnað á ríki og Reykjavíkurborg. Samt var haldið áfram á þeim tíma þegar þjóðin taldi sig vera eina ríkustu þjóð heims. Jafnvel á þeim tíma þá var bruðlið og óráðssían við þessa framkvæmd óafsakanleg.

Það var þarft af Pétri Blöndal að vekja athygli á þessu máli með þeirri gagnrýni sem hann hafði uppi í dag. Ég hef frá upphafi talið mörg önnur verkefni í þjóðfélaginu mun brýnni en byggingu músikhússins. Nú þegar fyrir liggur að spurning getur verið um það hvort við getum haldið uppi eðlilegu félagslegu öryggisneti og sparað er og skornar niður framkvæmdir og aðgerðir á heilbrigðissviðinu og á vettvangi félagsmála þá finnst ríkisstjórninni eðlilegt að halda áfram eyðslunni við músikhúsið

Er það rétt að uppkomið muni músikhúsið kosta ríkissjóð og Reykjavíkurborg samtals um 3 milljónir á dag alla daga ársins? Sé svo er það þá ekki öldungis merkilegt að ríkisstjórnin skuli setja músikhúsið í forgang


mbl.is Glundroði í málum tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2560487

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3400
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband