Leita í fréttum mbl.is

500 milljarðar milli vina.

Hvað eru 500 milljarðar milli vina? Í sjálfu sér ekki neitt sem mér eða ykkur kemur við  ef vinirnir hafa algjörlega með það að gera og þetta eru þeirra peningar eingöngu.  Öðru máli skiptir ef um peninga annarra er að ræða. Þá eru það ekki 500 milljarðar milli vina heldur 500 milljarðar sem verður að skýra af hverju var farið með á þann hátt sem gert var.

Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og vinum 500 milljarða. Var einhver glóra í þeim lánveitingum?

Fást lánin endurgreidd?

Miðað við allar kennitölur þá eru þessar lánveitingar með þeim hætti að gripið hefði verið til aðgerða af hálfu yfirvalda fyrir minni fjárhæðir en þessar og það með þeim hætti að lántakar og lánveitendur hefðu þurft að þola opinbera gistingu og fæði þangað til þeir hefðu skýrt af hverju þessar sérstöku fjárráðstafanir voru með þeim hætti sem Morgunblaðið greinir frá í dag.

Finnst sérstökum saksóknara ekki ástæða til að gera eitthvað í málinu strax?

Hvað skyldi dómsmálaráðherra hafa um málið að segja?

Já og viðskiptaráðherra? 

Viðskiptaráðherra ætti að geta tjáð sig um þessar sérstöku lánveitingar ekki síður en hann gat upplýst þjóðina um skoðanir sínar og álit á mótmælafundum áður en hann settist í ráðherrastól.

Er ekki eðlilegt að þjóðin krefji ofangreinda embættismenn svara?

 


Bloggfærslur 7. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 858
  • Sl. viku: 3608
  • Frá upphafi: 2560478

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3391
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband