Leita í fréttum mbl.is

Sterkur leiðtogi kveður.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið einn sterkasti stjórnmálaleiðtoginn í hartnær tvo áratugi. Hún hefur verið góður foringi Samfylkingarinnar.   Ljóst er að Samfylkingin mun stríða við forustuvanda næstu árin fyrst sterkustu og hæfustu  stjórnmálamenn flokksins að Ingibjörgu frátalinni þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson gefa ekki kost á sér til formennsku í flokknum.  Ég vona að Ingibjörg nái sem fyrst góðri heilsu en það er vafalaust hárrétt ákvörðun hjá henni að hverfa frá alla vega að sinni.

Pólitík er óvægin og Ingibjörg hefur mátt þola það eftir að hún veiktist að hart hefur verið sótt að henni af mörgum, jafnvel svo að það hefur verið fjarri því að vera viðurkvæmilegt. Það virðist því miður vera svo að úlfarnir eru reiðubúnir til að ráðast á hvern þann stjórnmálamann sem sýnir af sér einhvern veikleika. Það mættu allir muna það sem gefa sig að stjórnmálum að tími hetjunnar er alltaf stuttur á þeim vettvangi.

Ég hef oft gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu vegna andstæðra stjórnmálaskoðana okkar. Ég met hana hins vegar mikils sem einstakling og stjórnmálamann.

Vandamál Samfylkingarinnar voru ærin en verða enn alvarlegri þegar Ingibjörg Sólrún hverfur úr forustunni.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörumst vinstri stjórn.

Svandís Svavarsdóttir segir í kjölfar kosningasigurs síns í forvali VG að stærsta verkefnið séð að tryggja vinstri stjórn eftir kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn fái hvíld.  Svandís nefnir hins vegar ekki af hverju þetta er lífsnauðsyn.

Skyldi borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir vera svona hrifin af því sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur áorkað s.l. mánuð að hún vilji endilega að þetta stjórnarsamstarf haldi. 

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki komið með heilstæða áætlun um það með hvaða hætti á að standa að endurreisn efnahagslífsins. Atvinnulausum fjölgar og fleiri og fleiri fyrirtæki fara í þrot.  Hver skyldi vera framtíðarsýn borgarfulltrúa sem talar með þeim hætti að það sé nauðsynlegt að tryggja að vinstri stjórn verði eftir kosningar þegar ekkert liggur fyrir um hvað hún getur eða ætlar sér að gera.

Landsmenn geta hins vegar gert sér grein fyrir því hvað vinstri stjórn hefur í för með sér. Skattar munu hækka verulega. Halli á fjárlögum mun hækka verulega.  Verði stefna Vinstri grænna að veruleika þá verða ekki til mörg arðberandi ný störf í landinu. Atvinnuleysi mun því aukast nema hvað varðar framhald boðaðrar stefnu um atvinnubótavinnu verði að veruleika. Er það þetta framtíðarland sem borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir sér fyrir sér í hillingum. Einhvern veginn finnst mér enduróma úr þessum hugleiðingum Svandísar um vinstri stjórn það sem næsta kynslóð vinstri manna á Íslandi á undan Svandísi kyrjuðu jafnan. "Sovét Íslands óskalandið hvenær kemur þú" 

Til þessu eru vítin til að varast og vinstri stjórn er vissulega víti til að varast.

 


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 854
  • Sl. viku: 3614
  • Frá upphafi: 2560484

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 3397
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband