Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðarhópur Vinstri grænna í baráttu fyrir ólöglega innflytjendur.

Aðgerðarhópur Vinstri grænna hefur gert þá kröfu að ólöglegum innflytjendum sé haldið í landinu sem lengst á kostnað íslenskra skattgreiðenda.  Á sunnudaginn fóru félagar í aðgerðarhópnum ásamt nokkrum félögum úr Borgarahreyfingunni að heimili dómsmálaráðherra til að knýja á um að ekki yrði farið að þeim reglum sem Ísland hefur í gildi varðandi ólöglega innflytjendur.  Að sjálfsögðu voru ríkisfjölmiðlarnir og aðrir fjölmiðlar með í för en þeir láta sig aldrei vanta þegar aðgerðarhópur Vinstri grænna grípur til aðgerða óháð því hversu smekklegar eða smekklausar þær eru.

Aðgerðarhópur  Vinstri grænna hefur allt of oft farið yfir eðlileg mörk. För hópsins að heimili dómsmálaráðherra á sunnudaginn er þessu fólki til skammar. Til hvers var farið? Til að knýja á um að dómsmálaráðherra tæki ákvörðun andstætt fjölþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Til að knýja á um að ólöglegir innflytjendur og hælisleitendur yrðu sem lengst á Íslandi á kostnað íslenskra skattborgara.

Mér er ljóst að Vinstri grænir vilja ekki hafa neinar hömlur á för fólks milli landa. Þeir geta haft þá skoðun en meiri hluti þjóðarinnar hefur aðra skoðun og hefur þess vegna sett sér ákveðnar lagareglur í samræmi við bandalagsþjóðir sínar í Evrópu. Vilja Vinstri grænir að við hættum í því samstarfi og lýsum yfir opnum landamærum.  Vill aðgerðarhópurinn það?

Þeir sem láta sér detta í hug að kjósa Vinstri græna í næstu Alþingiskosningum ættu að skoða vel stefnu þessa flokks og aðgerðir. Samræmast upphlaup aðgerðarhóps Vinstri grænna um opin landamæri fyrir alla innflytjendur t.d.  þínum skoðunum?


Bloggfærslur 1. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 76
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 3666
  • Frá upphafi: 2560536

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 3448
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband