Leita í fréttum mbl.is

Skattpíningin verður algjör hjá Rauðgrænu ríkisstjóninni.

Það er athyglivert að talsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna reyna sem mest þeir geta að tala sem minnst um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera eftir kosningar.  Af hverju skyldi það nú vera? Vegna þess að þeir viti ekki hvað þeir ætla að gera? Eða vegna þess að þeir viti það vel að besta leiðin til að reita fylgið af Vinstri Grænum og Samfylkingunni er að gera kjósendum grein fyrir því núna hvað þeirra ríkisstjórn ætlar að gera eftir kosningar.

Mér er nær að halda að Rauðgræna ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar muni beita svipuðum aðferðum og flokksbræður þeirra í Bretlandi. Gordon Brown og Alstair Darling sem beittu Ísland hryðjuverkalögum í október s.l.  Flokksbræðurnir í Bretlandi hafa nú kynnt stefnu sína í ríkisfjármálum og þar kemur fram að stefnt er að stórkostlegum skattahækkunum. Lagður verður á hátekjuskattur. Álögur á áfengi verða hækkaðar.  Skattar á bensín verður hækkað Auk þessa er stefnt að margvíslegum öðrum skattahækkunum. Lántökur  breska ríkisins verða auknar gríðarlega og þjóðarframleiðslan mun dragast saman um 3.5% samkvæmt eigin spá sósíalistanna í Bretlandi.

Ætla má að það sama verði upp á teningnum hjá sósíalistunum í Rauðgrænu ríkisstjórninni hér að ríkisstjórn Samfylkingarinar og VG muni hækka skatta gríðarlega og reyna að skattleggja þjóðina út úr vandanum. Því miður er ég hræddur um að minna fari fyrir sparnaðinum. Hvað skyldi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segja um að leggja niður sendiráð og fækka sendiráðum og afnema aðstoðarmannakerfi sumra þingmanna?  Hún hefur ekki tjáð sig um það. Hennar stefna er að skattleggja þjóðina út úr vandanum og það mun bíða þjóðarinnar fari kosningarnar eins og skoðanakannanir gefa til kynna.

Þjóðin ætti að minnast þess nú af hverju það var vígorð eftir síðustu vinstri stjórn. Aldrei aftur vinstri stjórn.


Bloggfærslur 23. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 143
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 3733
  • Frá upphafi: 2560603

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 3512
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband