Leita í fréttum mbl.is

Mikilvćgar kosningar

Kosningarnar nú eru einar mikilvćgustu frá stofnun lýđveldisins.  Í nćstu framtíđ verđur ađ takast á viđ mikinn vanda. Sjaldan hefur skipt eins miklu mál á grundvelli hvađa hugmyndafrćđi verđur tekist á viđ vandann.

Í fyrsta sinn frá ţví ađ Ísland öđlađist sjálfstćđi benda skođanakannanir til ađ sósíalistaflokkar nái hreinum meirihluta á Alţingi.  Eins og nú háttar til ţegar atvinnuleysi er í hámarki og mikilvćgt er ađ byggja upp fyrirtćkin á grundvelli dugnađar, ósérhlífni og framtaki  sjálfstćđra einstaklinga er hćtt viđ ađ ríkisstjórn sameignarsinna hugsi frekar um ađ fjölga ríkistengdum störfum í stađ ţess ađ huga ađ raunverulegri atvinnuupbyggingu.

Kjósendur mćttu skođa hvernig flokksbrćđur Jóhönnu Sigurđardótir stjórna á Englandi og á Spáni. Atvinnuleysi vex á Bretlandi og fyrir tveim dögum lagđi Verkamannaflokkurinn enski fram tillögur um gríđarlegas skattahćkkanir og önnur hefđbundin úrrćđi sósíalista sem flestir virđast sammála um ađ muni eingöngu verđa til ađ dýpka kreppuna á Bretlandi. Sama verđur sjálfsagt upp á teningnum hjá flokkssystur ţeirra Verkamannaflokksmanna í Bretlandi, Jóhönnu Sigurđardóttur

Á Spáni er nú mesta atvinnuleysi í Evrópu og hefur aldrei veriđ jafn mikiđ. Ríkisstjórn sósíalistans Zapatero er gjösamlega ráđalaus. Einu hugmyndirnar eru enn sem komiđ er  ađ auka ríkisútgjöldin.

Treysta kjósendur ţví ađ samstjórn sósíalistanna muni byggja upp atvinnu í landinu. Er ekki nóg ađ vitna til skođana Kolbrúnar Halldórsdóttur og varaformanns VG sem sýna ađ sá flokkur berst gegn núgtímalegri atvinnusköpun en talar inn í fortíđina um atvinnutćkifćri sem ekki eru til, verđa ekki til og eru ekki raunhćf. Hćtt er viđ ađ atvinnuleysiđ vaxi undir samstjórn Samfylkingar og VG eins og raunin er hjá flokksbrćđrum ţeirra í ríkisstjórn á Bretlandi og Spáni.

Ţađ er ţví mikilvćgt ađ efla ţá flokka sem byggja á framtaki einstaklinganna. Mér finnst ţví miklu skipta ađ Sjálfstćđisflokkurinn fái góđan stuđning til ađ vera sterkt afl í stjórnarandstöđu sem virđist vera hlutskipti flokksins eins og nú horfir. Ţađ skiptir ţví máli ađ stađa Sjálfstćđisflokksins verđi sem sterkust í stjónarandstöđunni til ađ VG og Samfylkingin fari ekki sínu fram eins og ţeim ţóknast.

Ţađ eru ekki ađrir valkostir í dag gegn sameignarsinnum og sósíalistum og fyrir atvinnuuppbyggingu en Sjálfstćđisflokkurinn

 


Bloggfćrslur 25. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 77
  • Sl. sólarhring: 836
  • Sl. viku: 3667
  • Frá upphafi: 2560537

Annađ

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 3449
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband