Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmet í orðhengilshætti og tvískinnungi.

Steingrímur J. Sigfússon er ótvíræður sigurvegari í Íslandsmótinu í orðhengilshætti og tvískinnungi. Nú er hann og VG búið að samþykkja að fara í aðildarviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á sama tíma og Steingrímur tilkynnir flokksfélögum sínum það bendir hann á að VG sé eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu. Er hægt að gera það betur. Vafalaust hefur ræða Steingríms hljómað eitthvað á þessa leið. "Góðir félagar. Ég er eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu og studdi ákvörðun síðasta landsþings VG í þeirri afstöðu og af þeim sökum hef ég ákveðið að ríkisstjórn okkar og Samfylkingar muni hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið en að þeim loknum munum við kæru félagar greiða atkvæði í samræmi við sannfæringu okkar."

Það að skýla sér á bak við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning er næsta hjákátlegt. Það fer engin í aðildarviðræður ef hann hefur engan áhuga á aðild. Það að samþykkja aðildarviðræður eins og VG gerir sýnir áhuga á aðild að Evrópusambandinu ef hagstæðir samningar nást. Önnur niðurstaða er ekki rökfræðilega tæk.

Þessi afstaða VG sýnir að þeim eru kærari ráðherrastólar en yfirlýst stefna flokksins. Sagt er að Hamlet Danaprins hafi sagt á sínum tíma að það að vera eða vera ekki það væri spurningin. VG hefur svarað þeirri spurningu afdráttarlaust.  Þeir vilja vera í ríkisstjórn og þeir vilja í aðildarviðræður um Evrópusambandsaðild Íslands.


mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 247
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 3837
  • Frá upphafi: 2560707

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 3605
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband