Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru sparnaðarleiðir ríkisstjórnarinnar?

Ég lag stjórnarsáttmálann með mikilli athygli og fannst margt gott eins og er almennt í stjórnarsáttmálum því að þeir eru að hluta til jákvæð markmiðssetning.  Stjórnarsáttmálinn var þó einkar athygliverður fyrir það sem ekki stendur í honum.

Alvarlegasti vandi sem blasir við er með hvaða hætti á að spara í ríkisrekstrinum og ná niður hallarekstri ríkissjóðs. Þar vantar hundrað milljarða. Við slíkar aðstæður hefði mátt búast við að stjórnarflokkarnir settu niður málefnasamning sem fæli í sér ábyrga stjórn ríkisfjármála þar sem tekið væri fram hvað ætti að gera til að spara í ríkisfjármálum og hvort og þá hvaða nýja skatta ætti að leggja á landsmenn. En þennan kafla vantaði alveg. Að vísu voru almennt orðaðar yfirlýsingar um alvarlegt ástand en ekkert sem hönd á festi um það með hvaða hætti á að vinna úr þeim málum og vinna sig út úr vandanum. Þar fékk ríkisstjórnin fyrstu falleinkunina.

Hvað á að spara? Það verður fróðlegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur dug í sér til að afnema aðstoðarmannakerfi þingmanna. Til að leggja niður meirihluta sendiráða og skera okkur stakk eftir vexti hvað utanríkisþjónustuna varðar það þarf altént ekki að aðstoða útrásarvíkinga eins og á árum áður. Á að lækka framlög til stjórnmálaflokka eins og lagt var til á síðasta þingi og á að taka almennt á bruðli og sóun í ríkisrekstrinum. Því miður sýnist mér miðað við stjórnarsáttmálann að ekki sé von á slíku.

Sýnir ríkisstjórnin ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum eins og útlit virðist fyrir miðað við stjórnarsáttmálann  þá er hætt við að Ísland tapi raunverulegu fullveldi sínu en slíkt má aldrei verða fyrr verður að koma þessari ríkisstjórn frá.


Bloggfærslur 11. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 272
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 3862
  • Frá upphafi: 2560732

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 3628
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband