Leita í fréttum mbl.is

Matseðill frá Lýðheilsustofnun?

Nú ætlar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra að leggja á sykurskatt til verndar tannheilsu barna. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt að ráðherra forræðishyggjunnar skuli leggja slíkt til. Síðan er spurning hvort það eru margir sammála honum um að þetta sé besta leiðin eða hvort eðlilegra sé að einstaklingarnir ráði því sjálfir hvað þeir borða.

Á undanförnum árum hafa komið fram ótal tillögur á Alþingi um bann við ákveðnum matvælum og/eða skattheimtu. Stundum dettur mér í hug að ákveðinn hópur stjórnmálamanna telji heppilegast að borgararnir fái sendan matseðilinn fyrir vikuna frá Lýðheilsustofnun að viðlögðum sektum ef ekki er borðað í samræmi við það.

En hvar er þá persónu- og einstaklingsfrelsið?


Bloggfærslur 15. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 226
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 3816
  • Frá upphafi: 2560686

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 3587
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband