Leita í fréttum mbl.is

Vöruverð hækkar. Lífskjör versna.

Það er skelfilegt  að heyra að matarverð skuli hafa hækkað á bílinu 20-30% í lágvöruverðsverslunum. Matarverð á Íslandi hefur verið með því hæsta í heimi. Á tímum lækkandi launa, vaxandi atvinnuleysis og lakari lífskjara þjóðarinnar hefur það verið eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að vinna sem mest að lágu vöruverði.

Mér er ljóst að lækkun krónunar hefur þýðingu hvað varðar hækkun á matarkörfunni en það skýrir ekki allan þennan mun því að stór hluti af innkaupakörfunni er innlend framleiðsla.

Verslunarumhverfi á Íslandi er mjög dýrt og vöruverð almennt er mjög dýrt. Við erum með flesta verslunarfermetra á íbúa  og við erum með lengsta opnunartíma í heimi. Vissulega þjónusta en það þarf að borga fyrir allt. Meira að segja lágvöruverðsverslanirnar eru með óeðlilega langan opnunartíma.

Það á að vera eitt af helstu forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar að ná matarverði niður og ég bíð spenntur eftir því að heyra hvað Jóhanna Sigurðardóttir segir um það í kvöld í stefnuskrárumræðunum. Matarverð skiptir mjög miklu um almenna velferð og hefur þýðingu hvað varðar verðtrygginguna. Ég trúi ekki  öðru en að  velferðarforsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir geri landsmönnum góða grein fyrir til hvaða aðgerða verður gripið til að tryggja fólkinu lí landinu sambærilegt matarverð og er í nágrannalöndum okkar.


mbl.is Matarverð hefur hækkað um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 459
  • Sl. viku: 3839
  • Frá upphafi: 2560709

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 3607
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband