Leita í fréttum mbl.is

Mætti e.t.v. selja sendiráð?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ræðu að leita yrði allra leiða til að draga úr útgjöldum ríkisins hvort sem okkur líkaði betur eða verr.  Þetta er alveg rétt hjá Jóhönnu og hefði farið betur hefði ríkisstjórnin byrjað markvissan niðurskurð ríkisútgjalda strax og Jóhanna tók við sem forsætisráðherra en það var þá og enn er tími alvörunnar.

Í gær var sagt frá því í frétt Morgunblaðsins að selja ætti sendiráð Íslands í París. Ég var mjög glaður þegar ég sá það og hugsaði með mér að loksins væri ríkisstjórnin að gera eitthvað rétt og meiri sparnaður hlyti að fylgja á eftir í þessum útþanda utanríkisþjónustugeira. En nei. Það átti að selja sendiráðið og kaupa nýtt og minna sennilega af því að það eru erfiðir tímar.  Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í mig. Á virkilega ekki að gera meira en þetta. Fjölmennasta sendiráð Íslands er jú í klukkutíma fjarlægð frá París. Þarf að vera sendiráð í París?

Að sjálfsögðu er þetta sendiráðabix gjörsamlega úrelt og allt of dýrt. Við höfum ekki lengur efni á því að haga okkur eins og kjánar og vera með sendiráð út um allar koppagrundir. Nú er mál til að spara í æðstu lögum embættismannakerfisins. Svo ég rifji það upp er ekki kominn tími til þess ágæti forsætisráðherra að leggja niður meir en helming íslenskra sendiráða erlendis og afnema aðstoðarmannakerfi þingmanna svo lítið eitt sé nefnt.

Forsætisráðherra og ríkisstjórnin verður ekki trúverðug meðan niðurskurður ríkisútgjalda bitnar í engu á forréttindaaðlinum í stjórnkerfinu.


mbl.is Leita verður allra leiða til að draga úr kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 276
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 3866
  • Frá upphafi: 2560736

Annað

  • Innlit í dag: 258
  • Innlit sl. viku: 3632
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband