Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarsáttmáli í smíðum

Formenn VG og Samfylkingarinnar segja að stjórnarsáttmáli sé í smíðum. Það þýðir að flokkarnir hafa náð saman um stjórnarmyndun og meginatriði og verið er að færa það í letur sem samið hefur verið um.

Fróðlegt verður að sjá stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG sérstaklega með tilliti til þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn verður óhjákvæmilega að sinna. Þegar stjórnarsáttmálinn kemur fram má sjá að nokkru leyti hvert ríkisstjórnin hyggst stefna og hvort líkur eru á því að hún taki á vandamálunum með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

Ég taldi eftir bankahrunið í október í fyrra að nauðsyn væri á myndun þjóðstjórnar því miður varð ekki af því. Ég tel með sama hætti nú að gott væri að mynduð yrði þjóðstjórn um lausn þeirra brýnu verkefna sem framundan eru. Ég er hræddur um að tveir sósíalistaflokkar ráði ekki við að taka á þeim vanda sem bregðast verður við með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

En bíðum stjórnarsáttmálans og látum væntanlega ríkisstjórn njóta vafans meðan ekki liggur fyrir hvað hún ætlar að gera.


Bloggfærslur 2. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 254
  • Sl. sólarhring: 459
  • Sl. viku: 3844
  • Frá upphafi: 2560714

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 3611
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband