Leita í fréttum mbl.is

Lækkanir í Bretlandi. Hækkanir á Íslandi. Hvað veldur?

Ísland hefur búið við eitt sérstakasta efnahagskerfi síðustu ára. Verðtrygging og gjaldmiðill sem enginn treystir eru verstu orsakavaldar þeirra vandamála sem venjulegt fólk þarf að búa við á Íslandi í dag. 

Fyrir nokkru benti ég á það sérkenni íslenska veruleikans að matarverð hefði hækkað síðustu mánuði um 20-30% það er með ólíkindum að slík hækkun skuli hafa orðið í kjölfar bankahruns og launalækkunar hjá almenningi. Ríkisstjórn sem leyfir slíku að gerast án þess að grafast fyrir um hvað valdi þessu sérkennilega þróunarferli á samdráttartímum og bregst við er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu.

Bretland hefur gengið í gegn um svipaða hluti og við í sínu efnahagslífi m.a. bankahrun og gengisfall pundsins. Það mætti því ætla að það væru sambærilegir hlutir að gerast í efnahagslífinu hér og í Bretlandi og þess vegna hef ég fylgst vel með þróuninni þar. Fyrir nokkru kom fram að verðhjöðnun hefi verið mikil í Bretlandi undanfarna mánuði og munar þar mest um að íbúðarverð hefur lækkað verulega og vextir á veðlánum hafa lækkað m.a. vegna ákvörðunar Englandsbanka að lækka stýrivexti.

En það er fleira sem hefur lækkað í Bretlandi síðustu mánuði og þar má nefna m.a. að matarverð hefur lækkað, verð á rafmagni hefur líka lækkað svo dæmi séu nefnd. 

Ég verð að viðurkenna það að mér finnst það vægast sagt nokkuð sérsakt að matarverð skuli lækka í Bretlandi á sama tíma og það hækkar á Íslandi um 20-30%. Kann einhver skýringar á því?

Miðað við aðstæður í þóðarbúinu hjá okkur þá ætti matarverð að lækka og hafa lækkað verulega en þess í stað hækkar það út úr öllu samhengi. Ríkisstjórn sem lætur slíkt gerast er ekki að vinna vinnuna sína. Alla vega ekki rétt.

Fólk á Íslandi getur ekki og á ekki að sætta sig við að búa við allt önnur skilyrði en fólk gerir  annarssaðar í okkar heimshluta.  Eins og nú háttar til þá er ekki hægt að láta verðtrygginguna brenna upp eignir fólksins og láta matvælaverð hækka og hækka meðan launin lækka og lækka.

Hefur ríkisstjórnin virkilega engin úrræði til hjálpar heimilinum í landinu? 


Bloggfærslur 24. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 229
  • Sl. sólarhring: 517
  • Sl. viku: 3819
  • Frá upphafi: 2560689

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 3590
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband