Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki skattheimtu og verðtryggingar.

steingrimurjRíkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi að aukna skattheimtu á áfengi og bensín.  Ekki í fyrsta skipti sem þessi leið er valin þegar úrræðalitlar ríkisstjórnir þora ekki að spara í ríkisrekstrinum. 

Hér á landi er svona skattahækkun svívirðileg atlaga að borgurunum. Skattahækkunin hækkar nefnilega verðtryggð lán. Skattahækkunin níðist á fólki í hvert skipti þegar það kaupir áfengi eða bensín og í hvert skipti þegar það borgar af veðrtryggðu lánunum sínum.

Venjulegt húsnæðislán hækkar við þessa skattahækun ríkisstjórnarinnar um 100 þúsund krónur og síðan leggjast vextir ofan á  og endalausar viðbótarverðbætur.  Sýnir eitt með öðru hversu fáránleg veðrtryggingin er og ósanngjörn.

Verðtrygginguna verður að afnema.

Íslensk stjórnvöld verða að búa samfélaginu samskonar umgjörð í lánamálum og almenningur nýtur í þessum heimshluta.  Annarsstaðar í Evrópu lækkar verðbólga lánin. Hér hækkar hún þau og hækkar eftir einhverju því djöfullegasta kerfi sem fundið hefur verið upp gagnvart lántakendum. Það er því engin furða að íslensk heimili skulu vera hvað skuldsettustu heimili í veröldinni.

Það verður að afnema verðtrygginguna. Það er ekkert annað í boði. Krafan er að við búum við sambærileg lánakjör og eru í okkar heimhluta.  Við getum ekki ætlast til að eignafólkið leggi þær skuldabyrðar á þorra þjóðarinnar sem útilokað er að standa undir nema sem skuldaþrælar meira og minna alla ævi.

 


Bloggfærslur 29. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 238
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 3828
  • Frá upphafi: 2560698

Annað

  • Innlit í dag: 222
  • Innlit sl. viku: 3596
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband