Leita í fréttum mbl.is

Hvað tefur nýjan stjórnarsáttmála?

Jóhönnu Sigurðardóttur liggur greinilega ekki á að ljúka stjórnarmyndunarviðræðum og birta þjóðinni stefnuskrá ríkisstjórnarinnar sem kemur fram í stjórnarsáttmála stjórnarflokanna.

Hvað skyldi valda því að stjórnarsáttmálinn er ekki enn tilbúinn þrátt fyrir það að forsætisráðherra segi það ítrekað að engin vandamál séu uppi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Varla er textahönnuðum VG og Samfylkingarinnar mikill vandi á höndum við að koma hugsunum sínum og samkomulagi á blað. Nóg eiga þeir af íslenskufræðingunum til að gera það vitrænt málfræðilega og setningarfræðilega þó annars sé ekki krafist.

Miðað við síðustu yfirlýsingu forsætisráðherra þá er greinilegt að það er einhver snuðra á þræðinum hjá Jóhönnu og Steingrími og ekki verður annað séð en að samkomulag liggi ekki fyrir að öllu leyti. Forsætisráðherra segir að þau hafi nógan tíma og ekkert liggi á en er það svo:

Er ekki brýnt að bregðast strax við vanda skuldsettra heimila og einstaklinga

Er ekki brýnt að koma virkri bankastarfsemi í gang í landinu

Er ekki brýnt að  gera ráðstafanir til að draga úr atvinnuleysi

Þarf ekki þegar í stað að gera ráðstafanir í gjaldmiðilsmálum eða er meiningin að hafa áfram gjaldeyrishöft.

Hér er bent á nokkur atriði sem voru vandamál þegar samstjórn VG og Samfylkingarinnar var mynduð í boði Framsóknar. Á þeim tíma hefur krónan fallið, gjaldeyrishöft verið hert og atvinnuleysi aukist.

Jóhanna hvenær lýkur þínum tíma? Hversu slæmt þarf ástandið að verða til þess? Staðreyndin er sú að það ber brýna nauðsyn til að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa sem allra fyrst.


Bloggfærslur 4. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 270
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 3860
  • Frá upphafi: 2560730

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3626
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband