Leita í fréttum mbl.is

Það besta sem komið hefur fram lengi.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir vegna alvarlegs ástands í efnahagsmálum eru mjög góðar. Fátítt er að stjórnmálaflokkur í stjórnarandstöðu á Íslandi setji fram góðar heildstæðar tillögur eins og þær sem settar voru fram í gær en með þessu brýtur Sjálfstæðisflokkurinn þá neikvæðu stjórnmálahefð sem einkennt hefur íslenska stjórnarandstöðu um langt skeið.

Tillögurnar um að ríkið taki skatta af lífeyrisgreiðslum strax við greiðslu lífeyrisins í stað þess að lífeyrissjóðirnir fái peningana til sín eru frábærar. Með þeim hætti fær ríkið tekjur sem því ber skv. skattalögum í stað þess að lífeyrissjóðirnir séu í raun að valsa með þær. Það hefur líka þýðingu að fólk fái lífeyrinn sinn þegar byrjað er að taka lífeyri og allir skattar og gjöld hafi þá verið greidd þannig að fjárhæðin komi þá að fullu til fólksins. 

Einhvern veginn finnst mér ég sjá handbragð Tryggva Þórs Herbertssonar á þessum tillögum sem sýnir ef rétt reynist að hann er að koma sterkur inn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins

Ég hefði að vísu viðjað ganga lengra varðandi lífeyrismálin og hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn sem að væri í vörslu, meðferð og á ábyrgð ríkisins. Núverandi lífeyrissjóðakerfi gengur ekki. Þar hefur sá sem borgar ekkert að segja. Hann ræður engu og fær síðan iðulega ekki nema hluta af peningunum sínum til baka.  

Þessar tillögur Sjálfstæðismanna eru líka góðar vegna þess að með þeim þá má komast hjá nýrri skattheimtu.  Stjórnendur þessa lands hafa því miður ekki áttað sig á því að aukin skattheimta getur virkað til þess að dýpka kreppuna og draga hana á langinn.

Ríkisstjórnin ætti að taka þessum tillögum fagnandi og vinna að því með Sjálfstæðisflokknum að hrinda þeim í framkvæmd


mbl.is Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 342
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 3932
  • Frá upphafi: 2560802

Annað

  • Innlit í dag: 318
  • Innlit sl. viku: 3692
  • Gestir í dag: 295
  • IP-tölur í dag: 291

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband