Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Þjóðleikhús

þjoðleikhusið.jpg.Á forsíðu Fréttablaðsins er sagt frá því að Þjóðleikhúsið sé að hruni komið auk þess sem tækjabúnaður sé gamall úreltur og jafnvel hættulegur. Þá sé vinnuaðstaða ófullnægjandi og brunavörnum verulega áfátt.

Ekki er svo ýkja langt síðan kostnaðarsömum viðgerðum og endurbótum lauk á Þjóðleikhúsinu. Nú þarf marga milljarða í viðbót. Mér er ljóst að margir hafa viðkvæmar taugar til gamalla bygginga. Þjóðleikhúsið er þó ekki eldra en 59 ára sem telst ekki mikið þegar um hús er að ræða. 

Ég tel mikilvægt að búa íslenskri leiklist góð skilyrði. Spurningin er þá hvernig á að gera það. 

Er skynsamlegt að endurbyggja Þjóðleikhúsið?

Er e.t.v. skynsamlegt að skoða möguleika á samvinnu við Borgarleikhúsið?

Væri hugsanlega mesta þjóðráðíð að setja þá fjármuni sem ella færu í endurbyggingu og viðhald Þjóðleikhúss í músikhúsið við höfnina og gera það að  Þjóðleikhúsi?

Ég er hræddur um óháð því hvaða tilfinningar fólk ber til Þjóðleikhúsbyggingarninar að það borgi sig ekki að halda áfram að tjasla upp á það. Aðrar lausnir séu líklegri til að hlúa að og örva gott og nútímalegt leiklistarstarf  og listastarf í landinu.


Bloggfærslur 13. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 3079
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2902
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband