Leita í fréttum mbl.is

Vond skuldastaða vegna ónýts gjaldmiðils.

Athyglivert er að heyra það frá fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að staða fyrirtækja og sveitarfélaga sé verri en staða heimilanna í landinu.  Franek Rozadowzki fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann staðfesti að slæm skuldastaða íslenskra heimila sé vegna verðtryggðra lána og slæm staða fyrirtækja og sveitarfélaga sé vegna þess að þau tóku mikil lán í erlendum gjaldeyri sem hafa margfaldast við hrun krónunnar.

Afleit skuldastaða og jafnvel bankahrun er gjaldið sem við greiðum vegna tilraunarinnar til að setja íslensku krónuna á flot í byrjun þessara aldar í stað þess að tengjast fjölþjóðlegri mynt. Einnig vegna þeirra afglapa að keyra stýrivexti Seðlabankans upp fyrir alla stýrivexti annarsstaðar í okkar heimshluta. Það gerði íslensku krónuna að lottómynt sem hækkaði og hækkaði án nokkurra forsendu nema vegna innflæðis peninga m.a. vegna þess að það var svo hagstætt að taka erlend lán. Nú brenna fyrirtækin og sveitarfélögin á því vegna gengishruns krónunnar.

Íslensk heimili eru illa skuldsett vegna verðtryggingarinnar sem hækkaði og hækkaði lánin jafnvel þó að íslenska krónan væri á tímabili sterkasti gjaldmiðill í heimi vegna spákaupmennsku. 

Íslenska þjóðin hafði aldrei efni á því að vera með vondan gjaldmiðil þegar annar betri var í boði. Það er vont að taka versta kostinn þegar góðir kostir eru í boði.

Forgangsverkefni í stórnun landsins er að taka upp fjölþjóðlega mynt. Tryggja eðlileg lánakjör sem eru sambærileg því sem gerist í nágrannalöndum okkar og tryggja að íslenskir neytendur geti keypt vörur á sambærilegu verði og fólkið í nágrannalöndum okkar.  Þetta er forsenda viðreisnar efnahagslífs þjóðarinnar.


mbl.is Stýra þarf skipinu af varfærni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 341
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 3931
  • Frá upphafi: 2560801

Annað

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 3691
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 290

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband