Leita í fréttum mbl.is

Birtiđ Icesave samninginn á íslensku á netinu strax.

Ríkisstjórnin verđur ađ birta Icesave samninginn á íslensku ţannig ađ hann sé ađgengilegur fólkinu í landinu.

Ţađ er óviđunandi ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur. Ríkisstjórn gagnsćisins sem lofađi ađ hafa allar upplýsingar upp á borđinu sé ađ pukrast međ samninginn sem ţau Jóhanna og Steingrímur skrifuđu undir fyrir hálfum mánuđi og neiti ţjóđinni ađ sjá  ţennan mikilvćga milliríkjasamning okkar viđ Breta og Hollendinga.

Ţjóđin á rétt á ađ fá allar upplýsingar strax og ţó fyrr hafi veriđ. Hvurs konar dónaskapur er ţađ eiginlega ađ ćtla Alţingi ađ samţykkja og ţjóđinni ađ móta sér skođun á samningi sem liggur ekki fyrir í heild sinni á móđurmáli okkar. Viđ erum ţó altént ađilar ađ ţessum samningi er ţađ ekki svo?

Ţetta Icesave mál er ađ verđa hiđ versta klúđur ríkisstjórnarinnar til ţessa og er samt af mörgu ađ taka.


Óttalegt rugl.

Ţađ er ótrúlegt ađ ríkisstjórnin skuli ćtla Alţingi ađ samţykkja samninginn um Icesave skuldbindingarnar án ţess ađ ţingmenn fái ađ sjá samninginn eđa fái nauđsynleg gögn sem hann varđar. Nú er hálfur mánuđur frá ţví ađ Jóhanna og Steingrímur skrifuđu undir en Alţingi hefur ekki mátt sjá ţađ sem ţingmenn eiga ţó ađ taka afstöđu til, samţykkja, sitja hjá eđa hafna.  Ţetta er međ ólíkindum mikiđ rugl af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Hvernig ćtlar ríkisstjórnin ađ rökfćra ţađ ađ ţingmenn fái ekki ađ sjá samning sem ţeir eiga ađ taka afstöđu til. Hvernig ćtlar ríkisstjórn ađ sýna fram á nauđsyn ţess ađ alţingismenn fái ekki allt sem ţeir telja nauđsynlegt og snýr ađ Icesave samningunum.

Ţađ er e.t.v. rétt ađ minna á ađ forsćtisráđherra og fjármálaráđherra hafa talađ um ađ međ ţessari ríkisstjórn yrđi breyting og allt yrđi upp á borđinu. Ţá má minna á traustan málflutning félaga Ögmundar Jónassonar frá ţví s.l. janúar ţegar hann talađi um nauđsyn ţess ađ allar upplýsingar yrđu ađ vera uppi á borđinu og pukur vćri ekki lengur ásćttanlegt eđa tćkt af stjórnvöldum. 

Skyldu ţeirra eigin orđ vera farin ađ ţvćlast fyrir ríkisstjórninni?

Getur ţađ veriđ ađ viđ séum ađ horfa framan ríkisstjórn sem hefur öll einkenni ráđstjórnar.


Bloggfćrslur 18. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 340
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 3930
  • Frá upphafi: 2560800

Annađ

  • Innlit í dag: 316
  • Innlit sl. viku: 3690
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 289

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband