Leita í fréttum mbl.is

Kjör aldraðra skert verulega en ekki hróflað við sendiráðunum.

Ríkisstjórnin með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar leggur til m.a. að kjör aldraðra verði skert verulega.  Þær sjálfsögðu réttarbætur sem aldraðir fengu með lagabreytingum árið 2008 verða með þessu teknar allar til baka og rúmlega það. Þær réttarbætur sem aldraðir fengu með breytingu varðandi frítekjumark o.fl voru sjálfsagðar og það er fráleitt að krukka í kjör aldraðra með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til.

 Á sama tíma og ríkisstjórnin vegur að öldruðum og skerðir kjör þeirra þá koma ekki fram tillögur um að skera bruðlið í burtu af ríkisbákninu. Hvað með sendiráðin? Á áfram að reka öll sendiráð? Sé svo þá til hvers.

Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er röng og það hefði verið spurning um hvort ekki hefði verið rétt við þessar aðstæður að hugsa stórt og breita velferðarkerfinu með þeim hætti að koma á svonefndum neikvæðum tekjuskatti þannig að þeir sem þyrftu á aðstoð frá hinu opinbera að halda fengju hann en aðrir ekki. Það mundi spara ríkissjóði stórfé á sama tíma og skjaldborg yrði slegið um velferðina.

Þá verður það að vera forgangsatriði að skera í burtu útgjöld sem eru óþörf á þessu stigi eins og hin útþanda utanríkisþjónusta. En þess í stað ætlar ríkisstjórnin að vega að öldruðum og ná fram sparnaði með því að láta eignir og mannvirki drabbast niður vegna skorts á viðhaldi. Hefði einhvern tíma verið ástæða til að skoða slíkar áætlanir og leggja fé í viðhald og endurbyggingu þá er það einmitt á atvinnuleysistímum.

 


mbl.is Skref til baka í réttindum aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 3080
  • Frá upphafi: 2560803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2903
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband