Leita í fréttum mbl.is

10% atvinnuleysi.

Nýar tölur frá Vinnumálastofnun sýna að um einn af hverjum 10 er atvinnulaus. Svona mikið atvinnuleysi um mitt sumar er skelfilegt. Það bendir til þess að atvinnuleysi verði mun meira þegar kemur fram á haust og vetur.

Aðgeðir ríkisstjórnarinnar miða að því að leggja hærri skatta á fólk og fyrirtæki en það er til þess fallið að auka enn á atvinnuleysið í landinu.

Eitt af því sem ekki fæst upplýst í þessum tölum er hvað margir útlendingar eru í hópi þeirra sem eru atvinnulausir? Blaðamaður hélt því fram við mig að það væru um 10 þúsund manns eða um helmingur þeirra sem skráðir eru atvinnulausir.

Það væri mjög upplýsandi að fá að vita hvort stór hluti þeirra sem skráðir eru atvinnulausir í landinu er erlent starfsfólk sem hefur verið hér í stuttan tíma.  Sé svo þá sýnir það að fullyrðingar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna voru rangar þegar þeir sögðu á sínum tíma að ekki skipti máli þó að erlent vinnuafl streymdi inn í landið þar sem það mundi fara þegar minnna yrði um atvinnu.

Það er og verður að vera forgangsatriði að gefa atvinnulífinu svigrúm og möguleika og nú reynir meira á ríkisstjórn í þeim efnum en nokkru sinni fyrr.


mbl.is Tæplega 17 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 142
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 3221
  • Frá upphafi: 2560944

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 3037
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband