Leita í fréttum mbl.is

Ná verður breiðri samstöðu um hagsmuni Íslands.

Spurning um aðild Íslands að Evrópusambandinu varðar það hvort það séu hagsmunir íslensku þjóðarinnar eða ekki að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þar reynir á kalt hagsmunamat.

Þeir sem vilja aðildarviðræður eru ekki búnir að samþykkja aðild. Það gleymist oft í þeim öfgafulla málflutningi sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa sett fram á undanförnu og margir farið algjöru offari í bloggfærslum sínum og brigslað þeim sem ekki eru sammála um landráð, svik og dindilshátt svo nokkur alþekkt orð í þessari umræðu séu nefnd.

Ég styð aðildarviðræður af nokkrum ástæðum.

Í fyrsta lagi þá tel ég heppilegt að Ísland skipi sér í raðir Evrópuþjóða á grundvelli þeirra sameiginlegu gilda og menningararfs sem okkur er sameiginlegur. Á svipuðum forsendum og rökum skipuðum við okkur í raðir frjálsra þjóða í baráttunni gegn ófrelsinu þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.

Í öðru lagi þá eru aðildarviðræður rökrétt framhald af aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þar sem við erum undir það seld að þurfa að taka og innleiða löggjöf án þess að hafa nokkuð um hana að segja. Slíkt ferli lagasetningar er ekki samboðið íslensku þjóðinni. 

Í þriðja lagi þá höfum við innleitt mikilvægustu reglur Evrópusambandsins í flestum málaflokkum fyrir utan fisk - og landbúnaðarvörur.

Í fjórða lagi þá stöndum við frammi fyrir því að vera með ónýtan gjaldmiðil, hærra verð á nauðsynjum og óviðunandi lánakjör sem eru daglegir ofurskattar á venjulegt fólk en aðild að Evrópusambandinu er líkleg til að breyta þessu

Í fimmta lagi þá gæti aðild að Evrópusambandinu auðveldað samkeppni og nýsköpun í íslensku atvinnulífi og leitt til aukins hagvaxtar og velmegunar en þar liggja einmitt stærstu tækifærin okkar fólgin.

Fleira mætti nefna en þetta nægir alla vega í meðallangri bloggfærslu.

Það er með ólíkindum að hlusta á fólk taka upp gömlu kommaslagorðin um að selja landið og fórna fullveldinu í sambandi við skoðun á hagsmunum þjóðarinnar við aðildarviðræður.  Að sjálfsögðu er engu slíku til að dreifa og þeir sem vilja skoða aðild eru jafngóðir og heilir íslendingar og þeir sem eru á móti aðildarviðræðum. Andstæðingar aðildarviðræðna eiga ekki einkarétt á ást og virðingu á landi og þjóð.

Mér hefði fundist eðlilegt að breið samstaða hefði verið mynduð af Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki um aðildarviðræður einmitt núna. Því miður varð það ekki. Slíka samstöðu verður hinsvegar að mynda og fara í aðildarviðræðum á forsendum þjóðhagslegra hagsmuna en ekki pólitískra upphrópana eða varðstöðu um hagsmuni hinna fáu gegn hagsmunum hinna mörgu.


Bloggfærslur 17. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 49
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 3128
  • Frá upphafi: 2560851

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2950
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband