Leita í fréttum mbl.is

Valdabarátta í Vinstri grænum.

Nú gægist valdabarátta og ósætti í fyrsta sinn upp á yfirborðiði í Vinstri Grænum.  Steingrímur J. Sigfússon hefur í raun lagt allt að veði varðandi Icesave málið. Steingrímur fékk gamlan pólitískan vopnabróður til að leiða samninganefndina, föður umhverfisráðherra.  Steingrímur hefur mælt með samþykkt samningsins og gengið hvað harðast fram fyrir skjöldu í málinu. Samningurinn hefur auk heldur verið samþykktur af ríkisstjórninni.

Þá er sérkennilegt að nokkrir þingmenn VG þar á meðal heilbrigðisráðherra skuli koma ítrekað í bakið á formanni sínum. Næsta ljóst er að nái málið ekki meirihluta á þinginu að þá er ríkisstjórnin fallin og staða Steingríms J. Sigfússonar sem formanns VG verulega veik eða jafnvel ómöguleg og sennilega ekki annað fyrir hann en segja af sér. Þetta vita þeir liðsmenn hans í þingflokki VG sem hafa slett í góm og látið í veðri vaka að þeir muni ekki greiða atkvæði með málinu.

Sérkennilegust er samt afstaða Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra sem fer með þeim hætti sem hann hefur lýst gegn samþykkt ríkisstjórnarinnar og alls staðar í vestrænum lýðræðisríkjum mundi ráðherra sem er á öndverðum meiði við stefnu ríkisstjórnar segja af sér. Það að fara fram með þeim hætti sem Ögmundur gerir er því nokkuð sérkennilegt og í anda þess sem Indíánar Norður Ameríku sögðu um suma menn að þeir töluðu með klofinni tungu.


mbl.is Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 349
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 3428
  • Frá upphafi: 2561151

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 3237
  • Gestir í dag: 324
  • IP-tölur í dag: 318

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband