Leita í fréttum mbl.is

Söguleg mistök að utanríkisráðherra Samfylkingarinnar leggi fram umsókn.

Össur Skarphéðinsson afhenti Carl Bildt utanríkisráðherra Svía aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í dag. Það er vissulega söguleg stund og Össuri fórust þau verk sem þurfti að sinna í því sambandi vel úr hendi enda maðurinn vörpulegur. 

Miðað við stjórnmálasögu Íslands þá eru það söguleg mistök Sjálfstæðisflokksins að það skuli ekki vera utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem skuli hafa haft forgöngu um aðildarumsókn og vera mættur fyrir Íslands hönd til að afhenda aðildarumsóknina.

Á sama degi og Össur afhenti aðildarumsóknina að Evrópusambandinu boðuðu nokkrir gamlir kommar og aðrir vinstri menn til fundar í MÍR salnum til að andæfa aðildarumsókninni og höfðu fengið sem framsögumann konu yst á vinstri kanti danskra stjórnmála. Það er vel við hæfi að þeir sem viðhalda arfleifðinni Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, skammstafað MÍR skuli enn á ný berjast gegn samstöðu Íslands við vestrænar þjóðir. Þetta fólk hefur verið á móti öllum fjölþjóðlegum tengslum Íslands síðustu 50 ár. Á móti NATO á móti varnarliðinu á móti Evrópska efnahagssvæðinu, á móti stórvirkjunum og á móti álverum svo nokkuð sé nefnt.

Það er hins vegar nokkuð öfugsnúið þegar nokkrir Sjálfstæðismenn eru komnir í hóp gamalla aðdáenda gömlu Sovétríkjanna og skuli nú hrópa með þeim um landráð og afsal fullveldis þegar leitað er leiða til að vinna til hagsbóta fyrir íslenska þjóð.  Þeir Sjálfstæðismenn sem þannig tala í dag mættu hugleiða að þannig  var hrópað að Bjarna Benediktssyni og Ólafi Thors þegar gengið var frá varnarsamningnum við Bandaríkin. Þannig hrópaði þetta fólk á þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors þegar samþykkt var á Alþingi að ganga í NATO og þannig hrópaði þetta fólk á Jóhann Hafstein fyrir að semja um álver við Hafnarfjörð svo nokkur dæmi séu nefnd.

Flokkur sem hefur þá arfleifð eins og Sjálfstæðisflokkurinn að hafa verið forustuflokkur fyrir að leita eftir samstarfi við aðrar þjóðir þrátt fyrir andstöðu einstakra hagsmunahópa og öfgafullra vinstri manna er kominn í sérstaka stöðu þegar hann atyrðir þá þingmenn sína sem vilja ekki greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

 


Bloggfærslur 24. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 184
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 3263
  • Frá upphafi: 2560986

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 3076
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband