Leita í fréttum mbl.is

Ţú skalt gera en ef ţú gerir ekki ţá skiptir ţađ ekki máli.

Eitt af ţeim steinbörnum sem ţjóđin gengur enn međ í magnanum er ađ skipađ skuli stjórnlagaţing međ hálfs milljarđs kostnađi.  Sú ţjóđ Norđurlanda sem fariđ hefur farsćlustu leiđina viđ ađ breyta stjórnarskrá sinni eru Svíar sem skipuđu sérstaka stjórnlaganefnd sem vann í nokkur ár viđ ađ koma fram međ nýungar og samrćma sjónarmiđ. Allir eru sammála um ađ starf ţeirrar nefndar hafi tekist frábćrlega vel.  Viđ gćtum tekiđ Svía til fyrirmyndar ef viđ vildum virkilega ná fram vitrćnum breytingum á stjórnarskránni.

En viđ viljum ekki fara ţá leiđ sem hefur gefist vel og er líkleg til árangurs. Viđ viljum kjósa sérstakt stjórnlagaţing. Ađferđarfrćđin og umbúnađurinn er líkleg til ađ lítiđ komi út úr slíku ţinghaldi međ ţeim Birgittum og Ţórurum sem ţar gćtu valist til ađ gera ţingstörf stjórnlagaţingsins vitrćnni og skilvirkari.

Ţó ákveđiđ sé ađ kjósa stjórnlagaţing jafn árangurslítiđ eins og ţađ er líklegt til ađ verđa ţá skiptir samt máli hvernig stađiđ er ađ lagasetningu um stjórnlagaţingiđ.  Í frumvarpinu sem lagt hefur veriđ fram á Alţingi um stjórnlagaţing kennir nokkurra furđulegra grasa. Eitt má sjá í 11.gr. frumvarpsins ţar sem segir m.a.

 "Kjósanda er í sjálfsvald sett hversu mörgum frambjóđendum er forgangsrađađ međ ţeim hćtti sem lýst er í 1. mgr. en skal ţó ađ lágmarki rađa átta frambjóđendum. Atkvćđi telst ţó gilt ţótt fćrri frambjóđendur séu valdir."

Kjósandi skal semsagt greiđa atkvćđi međ ákveđnum hćtti en ţađ skiptir ekki máli ţó hann fari ekki eftir ţví. Ţađ ţýđir ađ kjósandi skal í raun ekki gera ţađ sem hann skal gera. Ţannig ađ kjósandi skal gera ţađ sem hann ţarf ekki ađ gera og ekki skiptir máli ţó hann geri ekki ţađ sem hann skal gera eđa međ öđrum orđum ađ hann skal ekki gera ţađ sem hann skal gera samkvćmt lagafrumvarpinu. 

Ćtla má ađ ţeir sem sömdu frumvarpiđ og greinargerđina hafi kynnt sér röksemdafćrslur Sir Humphrey ráđuneytisstjóra í sjónvarpsmyndaflokknum "Yes Minister" Ţví ađ orđrćđan og rökin í nćstu setningu ađ ofan eru í samrćmi viđ málflutning hans ţegar hann lenti í ógöngum.

 


Bloggfćrslur 25. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 330
  • Sl. sólarhring: 454
  • Sl. viku: 3409
  • Frá upphafi: 2561132

Annađ

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 3219
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband