Leita í fréttum mbl.is

Er Jón Bjarnason hæfur til að vera ráðherra?

Jón Bjarnason samþykkti stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það greiddi hann atkvæði á móti aðildarumsókn við afgreiðslu málsins á Alþingi.  Skýringar hans á því að greiða atkvæði gegn því sem hann hafði samþykkt þegar hann gekk til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna voru vægast sagt ekki sannfærandi.

Nú rúmri viku eftir að meiri hluti Alþingis samþykkti að ganga til aðildarviðræðna og utanríkisráðherra er svo nýkominn heim frá því að leggja fram aðildarumsóknina að Evrópusambandinu að hann er ekki enn búinn að ná úr sér flugriðunni ákveður Jón Bjarnason að hafa skuli stjórnarsáttmálann og vilja Alþingis að engu.

Öll þau atriði sem Jón nefnir sem rökstuðning fyrir því að fresta umsóknarferlinu að ESB voru þekkt þegar Alþingi samþykkti að ganga til aðildarviðræðna. Jón Bjarnason er því að fara fram á að ekki verði farið eftir vilja Alþingis.

Hverju skyldi vera um að kenna þegar ráðherra bullukollast svona? 


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 162
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 3241
  • Frá upphafi: 2560964

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 3055
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband