Leita í fréttum mbl.is

Eru vinstri grænir að klofna?

Yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar um að fresta beri aðildarviðræðum að Evrópusambandinu fundust mér með miklum ólíkindum frá ráðherra í framhaldi af ályktun Alþingis um að farið skyldi í aðildarviðræður.

Nú hefur samflokksmaður Jóns Bjarnasonar, formaður utanríkismálanefndar Árni Þór Sigurðsson blásið á þessa yfirlýsingu Jóns og telur hana réttilega skaðlega fyrir hagsmuni Íslands jafnframt að hún sé ómarktæk þar sem hún sé ætluð til heimabrúks í Norðvesturkjördæmi. Ekki liggur ljóst fyrir hvað Árni Þór á við með þessu hvort hann  er að tala um að Jón sé að reyna að blekkja eða reyna að slá ryki í augu kjósenda sinna og hugur fylgi ekki máli eða þá eitthvað annað.

Ég get verið sammála Árna Þór Sigurðssyni um það að ummæli Jóns Bjarnasonar eru óheppileg. En þeir eru samflokksmenn og það sem hefur verið að birtast landsmönnum er víðtækt sundurlyndi og ósamkomulag innan Vinstri grænna.  Fjórir þingmenn Vinstri grænna þar af einn ráðherra flokksins hafa t.d. ekki hikað við að hjóla í formann flokksins Steingrím J. Sigfússon vegna Icesave samninganna. Einn þingmaður vegna aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu. Þá virðist sem Steingrímur sé orðinn ansi þreyttur á því að bera af sér spjótalög pólitískra andstæðinga og þurfa síðan að bregðast við með jafnvel enn meiri leikni vegna spjótalaga samflokksmanna sinna.

Sundurlyndið í Vinstri grænum birtist m.a. með yfirlýsingu Jóns Bjarnasonar gegn Evrópusambandinu og viðbrögðum Árna Þórs Sigurðssonar við því. Með yfirlýsingu Atla Gíslasonar um fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar ummæla flokksformanns síns um að engin vildi heitu kartöfluna og vægast sagt afar sérkennilegum ummælum Ögmundar Jónassonar við ýmis tækifæri þar sem hann í raun lýsir yfir andstöðu við formanninn. Hvað er eiginlega á seyði í Vinstri grænum? Er flokkurinn að klofna eða er verið að reyna að koma formanninum frá?


Bloggfærslur 27. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 55
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 3134
  • Frá upphafi: 2560857

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2956
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband