Leita í fréttum mbl.is

Eignaupptaka og gæsluvarðhald.

Tæpir 10 mánuðir eru liðnir frá bankahruninu og setningu neyðarlaga. Þrátt fyrir það að fréttir berist af vafasömum gerningum ýmissa leikenda á fjármálasviðinu þá hefur enginn verið handtekinn eða settur í gæsluvarðhald. Engar eignir auðmanna hafa verið frystar. 

Fréttir sem berast eru af rannsóknum sem meira eða minna voru komnar í gang fyrir bankahrunið.  Af hverju gengur þetta svona hægt?

Að tala nú um að frysta eignir auðmanna er aðgerð sem er sennilega rúmum meðgöngutíma of seint á ferðinni. Það hefði þurft að gera það strax í október  2008 eins og ég krafðist að gert yrði á þeim tíma.

Nú skiptir máli að rannsóknum verði hraðað sem mest og lögum komið yfir þá sem ábyrgð bera þannig að Gróa á Leiti taki ekki endalaust völdin og fólk dæmt oft á tíðum saklaust. Það er því mikilvægt að rannsóknum verði hraðað og til þeirra varið þeim mannafla og fjármunum sem til þarf. Við eigum ekki endalaust að hengja þá sem stela karmellu en láta hina lausa sem misfara með milljarða.


Bloggfærslur 28. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 357
  • Sl. sólarhring: 475
  • Sl. viku: 3436
  • Frá upphafi: 2561159

Annað

  • Innlit í dag: 343
  • Innlit sl. viku: 3245
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 326

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband