Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna hvar ert þú nú?

johanna Fyrir margt löngu söng andstæðingur þáverandi minnihlutastjórnar í Suður Afríku lagið "Give me hope Joanna"  Nú gæti íslensks alþýða sungið með sama hætti, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur valdið stórum hópi fólks miklum vonbrigðum.

Í fyrsta lagi verður Jóhanna að freista þess að taka Icesave málið úr þeirri gíslingu sem það er í,  á Alþingi, og leita eftir því við forsætisráðherra í Hollandi og Bretlandi að gera nauðsynlegar breytingar á samningnum. Það er ljóst að við verðum að afgreiða þetta mál sem allra fyrst.  Það er brýn nauðsyn. En það er ekki sama hvernig það er gert og Jóhanna er sú eina sem getur stöðu sinnar vegna leitað nýrra leiða.

 Ólafur Ragnar  Eða þarf e.t.v. að kalla á forsetann, sem gæti verið snöfurmannlegri í samskiptum við erlenda fyrirmenn?

Í öðru lagi þá verður Jóhanna að setja fram ákveðnar tillögur um það hvað skuli gera varðandi vanda þeirra sem keyptu íbúðarhúsnæði á gengistryggðum lánum skömmu fyrir hrun íslensku krónunnar og koma með ákveðnar tillögur um takmörkun og/eða afnám vísitölubindingar lána.  Þettta var brýnt þegar Jóhanna tók við í byrjun febrúar og er enn brýnna nú. Þessi vandi hleypur ekki frá okkur.

Í þriðja lagi þá þarf að taka til í ríkisbúskapnum, leggja niður óþarfa ríkisstofnanir miðað við aðstæður og draga úr millifærlsum og stykjum einfaldlega vegna þess að geta ríkissjóðs til að fjármagna góðærisævintýrin er ekki lengur fyrir hendi.

Í fjórða lagi verður að hætta framlögum til velferðarkerfis atvinnuveganna og byggja á þeirri starfsemi sem í raun skilar arði. Á sama tíma á að leggja fé í nýsköpun sem líkleg er til að vera arðbær. 

Í fimmta lagi verður að ljúka endurskipulagningu bankanna og miða við að þeir verði reknir með hagnaði eða í jafnvægi en mér er sagt að í dag kosti ríkisbankakerfið 8 milljarða á mánuði.  Sé það rétt þá eru þar þyngri byrðar á þjóðina en Icesave og ljóst að það getur ekki verið markmið ríkissjóð að reka 3 banka alla með miklum halla.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður hálfs árs innan nokkurra daga.  Þá er eðlilegt að spurt sé hvort að Jóhanna geti eða sé líkleg til að gefa þjóðinni von um lausn þeirra vandamála sem mest eru aðkallandi?


Bloggfærslur 29. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 217
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 3296
  • Frá upphafi: 2561019

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 3107
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband