Leita í fréttum mbl.is

Flýtur meðan ekki sekkur.

Forsætisráðherra er sögð í sumarfríi þó að Steingrímur J. Sigfússon segi hana tiltæka sér þegar nauðsyn krefur.  Fjármálaráðherra er farinn að svara spurningum fréttamanna með spurningunni, "hvað heldur þú" eins og almenning í landinu varði eitthvað um álit fréttamanns á því afhverju þeir sem lofuðu að lána okkur peninga vilja ekki greiða. 

Loks upplýsti félagsmálaráðherra í gær að hann hefði skipað nýja nefnd til að athuga vanda skuldsetts fólks í landinu en nefndin ætti samt ekki að leggja fram neinar tillögur um niðurfellingun skulda eða annað sem máli skiptir. Til hvers er þá verið að skipa nefnd? Til að stunda umræðustjórnmál?

Á sama tíma mælist verðbólga í tveggja stafa tölu mánuð eftir mánuð þrátt fyrir spár um að verðbólga mundi minnka þegar liði á sumarið. Verðbbætt lán hækka og krónan fellur. Eignir fólks brenna upp í þessum vítahring galins lánakerfis og ónýts gjaldmiðils. 

Bankarnir og yfirtekin ríkisfyrirtæki eru rekin með 8 milljarða halla á mánuði á kostnað skattgreiðenda.

Krónan fellur og er í sögulegu lágmarki og væntingavísitalan sýnir að vonleysi er nú eins mikið og s.l. janúar þegar það mældist hæst. Við þessar aðstæður er eðlilegt að forsætisráðherra sé í fríi, fjármálaráðherra spyrji fréttamenn gagnspurninga þegar þeir spyrja hann og félagsmálaráðherra skipi nefnd sem á ekki að gera neitt sérstakt.

Hvar eru tillögur ríkisstjórnarinnar sem skipta máli fyrir fólkið í landinu?

Jóhanna hvar ert þú nú?


Bloggfærslur 30. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 199
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 3278
  • Frá upphafi: 2561001

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 3089
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband