Leita í fréttum mbl.is

Hverjum er ekki ofboðið?

Mér er ofboðið að heyra að "fjármálasnillingar" þjóðarinnar sem náðu tangarhaldi á Sjóvá-Almennum tryggingum skuli hafa notað þetta áður stönduga og vel rekna fyrirtæki sem seðlaprentun fyrir sjálfa sig til að fara á flug í fráleitum áhættufjárfestingum í Asíu og víðar.

Miðað við þá fjárfestingu sem helst hefur verið  sagt frá þá velti ég því fyrir mér hvort þessir fjárfestar og sérfræðingar þeirra fylgist ekki með og hafi ekki lesið varnaðarorð um fasteignabóluna þegar þeir ákváðu að fjárfesta í fasteignum í Asíu. Hvaða fjármálasérfræði og þekking lá að baki þessum fjárfestingum? Mér er nær að halda að það hafi ekki verið mikið vit eða þekking sem lá þar á bakvið því miður.

Enn einu sinni leggur ríkið einkafyrirtæki til gríðarlega fjármuni 16 milljarða í þessu tilviki,  vegna óreiðustjórnar einkafyrirtækis.  Mér finnst það rangt. Þeir sem eiga og reka einkafyrirtæki eiga að bera ábyrgðina en ekki skattgreiðendur.   Hvað er athugavert við það að fyrirtæki sem eru komin í þrot fari í gjaldþrotameðferð? 

Það er ljóst að það verður að gera grundvallarbreytingar á löggjöf þjóðarinnar til að tryggja það að skattgreiðendum komi einkafyrirtæki ekki við og beri ekki ábyrgð á þeim sem þar starfa. Hugmyndafræði markaðshyggjunnar byggist á því að þeir sem eiga og reka fyrirtæki taki áhættuna en geti ekki látið aðra borga áhættuna fyrir sig þegar illa gengur. 

Mér er nánast orða vant að sjá að helstu "fjármálasnillingar" þjóðarinnar hafa verið hinir verstu fáráðar og anað út í glórulausar fjárfestingar hver á fætur öðrum á ábyrgð þjóðarinnar.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 371
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 3450
  • Frá upphafi: 2561173

Annað

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 3259
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband