Leita í fréttum mbl.is

Símkostnaður er of hár.

Það þykir merkileg frétt að símkostnaður hér seinni hluta ársins 2008 sé undir meðaltali miðað við OECD ríki. Hefði gengishrunið ekki orðið þýðir það þá að símkostnaður okkar hefði verið hærri en allra annarra í OECD ríkjunum. 

Þessi samanburður sýnir í raun ekki annað en að gegndarlaust okur á sér stað á símamarkaðnum hér.  Það mætti t.d. bera saman verð á kaffibolla í höfuðborgum OECD ríkjanna og ég tel upp á að nú sé kaffibollinn ódýrastur í Reykjavík en þannig var það ekki fyrir gengishrun.

Það hefði verið um samanburðarhæfar tölur að ræða hefði símakostnaður verið reiknaður út miðað við meðallaun. Þá hygg ég að við mundum tróna á toppnum með hæsta símkostnaðinn. Því miður.

Það er með ólíkindum hvað verð á farsímaþjónustu er hár hvað sem líður auglýsiingaskrumi símafyrirtækjanna.


mbl.is Símakostnaður undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 300
  • Sl. sólarhring: 529
  • Sl. viku: 3525
  • Frá upphafi: 2561914

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 3280
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband