Leita í fréttum mbl.is

Vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin skipaði vini sína til að leiða samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Þeir höfðu flokksskírteinin í lagi en ekki prófskírteinin.

Ég gagnrýndi það strax og Svavar Gestsson stúdent var valinn formaður samninganefndarinnar að ekki skyldu vera valdir viðurkenndir alþjóðlegir sérfræðingar til að leiða vinnuna.  Smám saman hefur komið í ljós hversu hrapalega var staðið að málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin staðfesti Icesave samninginn sem samninganefnd flokkanna kom með að utan án þess að fyrir lægi meiri hluta vilji Alþingis til að staðfesta ríkisábyrgðina sem henni fylgdi. Slík vinnubrögð ganga ekki.

En eins og formaður Icesave samninganefndarinnar orðaði það " Það þurfti að klára þetta fyrir sumarfrí."  Lá eitthvað á að gera vondan samning?  Ríkisstjórninni lá illu heilli á. Sem betur fer hefur Alþingi enn haft vit fyrir ríkisstjórninni.

 


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 316
  • Sl. sólarhring: 451
  • Sl. viku: 3541
  • Frá upphafi: 2561930

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3292
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband