Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðarsinnar?

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að "aðgerðarsinnar" hafi valdið milljónatjóni á húsi og bifreið  Hjörleifs Kvaran forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Í frétt blaðsins er því síðan lýst með hvaða hætti "aðgerðarsinnar" skemmi eigur fólks.  Hingað til hefði talist eðlilegt að kalla þetta fólk skemmdarvarga eða hryðjuverkahópa. Hér er um að ræða fólk sem fremur afbrot. Það veldur eignaspjöllum og ræðst gegn friðhelgi einkalífs þeirra sem árásirnar beinast að.

Orðanotkun skiptir máli. Hugtakið aðgerðarsinni er jákvætt orð. Það vísar til þeirra sem gera eitthvað, annast um eitthvað eða framkvæma.  Þetta orð er það nýtt að ég finn það ekki í orðabókum en mér sýnist helst að andstæða orðsins sé aðgerðarleysi sem er neikvætt.  Með því að velja þetta orð er Fréttablaðið sennilega ómeðvitað að taka afstöðu með og/eða  með ákveðnum hætti að afsaka þau afbrot sem framin eru af þessum skemmdarvörgum.  

Mér finnst óviðunandi að fréttamiðill eða fréttamiðlar (Fréttablaðið er ekki eini fréttamiðillinn sem hefur notað þetta orð um þessa skemmdarvarga) noti ekki rétt hugtök um þá sem veitast að samborgurum sínum með eignaspjöllum og skemmdarverkum. Með því að nota jákvæðar umsagnir um slíka glæpi er viðkomandi fréttamiðill í raun að leggja blessun sína yfir afbrotið og með því að stuðla að frekari afbrotum sömu tegundar.

Fréttafólk verður að átta sig á að það ber mikla ábyrgð og má ekki misfara með það vald sem það hefur í störfum sínum.


Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 300
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 3525
  • Frá upphafi: 2561914

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 3280
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband