Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin hefur eignast sinn Hamlet.

Að vera eða vera ekki sagði Hamlet Danarins í samnefndu leikriti helsta skáldjöfurs Breta. Nú hefur íslenska þjóðin eignast sinn Hamlet í líki félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar. Fyrir nokkrum dögum sagði hann að engar sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar vegna skulda heimilanna í landinu en í dag er haft eftir honum að gerðar verði aðgerðir til að hjálpa skuldsettum heimilum og einstaklingum.

En allt er þetta flókið og þarf að fara í flókið ferli umræðustjórnmála Samfylkingarinnar. Lá ekki ljóst fyrir í október 2008 að það þyrfti að leiðrétta þá skuldaholskeflu sem lenti á fólki vegna gengishruns og verðtryggingar. Þannig að fólk væri með svipuð lánakjör og fólk í nágrannalöndum okkar. Það á ekki að gera neitt meira. En það er einmitt þetta sem þarf að gera. Koma lánamálum einstaklinga og fyrirtækja í það horf sem gengur meðal siðmenntaðra þjóða.

Hamlet dagsins í dag félagsmálaráðherra segir á miðvikudegi við gerum ekki neitt varðandi skuldir heimilanna. En á laugardegi segir hann við munum gera eitthvað til aðstoðar skuldsettum heimilum.

Er batnandi mönnum best að lifa eða er þetta örvæntingarfullt útspil vegna þess hvað óvinsæl fyrri ummæli félagsmálaráðherra voru.


Bloggfærslur 22. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 297
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 3522
  • Frá upphafi: 2561911

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 3277
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband