Leita í fréttum mbl.is

Af hverju var þingmaðurinn í boði MP banka?

Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður var í matarboði MP banka áður en hann hélt niður á Alþingi og fór ítrekað ölvaður í ræðustól Alþingis.

Sigmundur Ernir er ekki fyrsti þingmaðurinn sem fer í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis en vonandi sá síðasti.  Í sjálfu sér gæti þingmaðurinn viðurkennt að hafa verið ölvaður og beðist þing og þjóð afsökunar á því. En það er annað verra.

Í fyrsta lagi þá segir þingmaðurinn ítrekað ósatt.  Hann sagði ósatt þegar hann sagðist ekki hafa drukkið áfengi. Í öðru lagi þá segir hann ósatt þegar hann segist ekki hafa fundið til áfengisáhrifa þegar hann hélt ræðu sína á Alþingi. Það duldist engum sem á horfði að maðurinn var sauðdrukkinn þegar hann hélt ræður sína í umrætt sinn. Það er betra fyrir þingmanninn að viðurkenna það því þá veit þjóðín að hann var fullur en er ekki svona heimskur.

Annað situr þó eftir sem er jafnvel enn umhugsunarverðara. Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður var í boði MP banka á golfmóti og í kvöldverði. Hverjum var boðið og af hverju? Hafa verður í huga að MP banki á töluvert undir ríkisvaldinu varðandi starfsemi sína á næstunni. Var fleiri þingmönnum og ef til vill ráðherrum boðið? 

Þingmaðurinn getur viðurkennt að eiga við áfengisvandamál að stríða og tekið á því og væri þá maður að meiri. Hann ætti auk þess að biðjast afsökunar á því að reyna ítrekað að ljúga að þjóðinni.

En það sem eftir stendur er það að hann verður að gefa þjóðínni fullnægjandi skýringu af hverju hann var í boði MP banka og er það rétt sem hefur flogið fyrir að hann hafi einnig þegið nýlega viðgjörning af hálfu 365 miðla ehf. alias Rauðsól ehf.?

Það að mæta ölvaður í vinnuna er virðingarleysi fyrir því starfi sem menn gegna og virðingarleysi fyrir samstarfsfólki sínu.  Þó það hafi áður gerst að þingmenn hafi verið undir áhrifum í ræðustól Alþingis þá á það ekki að líðast og ég velti því fyrir mér þegar ég horfði á Forseta Alþingis í forsetastól af hverju forseti greip ekki inn í atburðarrásina þegar henni varð ljóst að þingmaðurinn var sauðdrukkinn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis skuldar þjóðinni skýringar á því. Ástand þingmannsins gat ekki hafa farið framhjá henni og henni bar að gera athugasemd úr forsetastól þó að þingmaðurinn sé í Samfylkingunni eins og forseti Alþingis. 

En Sigmundur Ernir reynir og reynir að segja þjóðinni að þetta hafi ekkert verið eða eins og einu sinni var kveðið.

Líf mitt er fjölmiðlaleikur

og langoftast brosi ég keikur

En mér brá er ég sá

Þá ég birtist á skjá

Svona blind ösku þreifandi veikur.

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 296
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 3521
  • Frá upphafi: 2561910

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3276
  • Gestir í dag: 250
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband