Leita í fréttum mbl.is

Hvar er utanríkisþjónustan?

Frá því að efnahagshrunið varð þ. 6.október fyrir tæpum 11 mánuðum hef ég velt því fyrir mér hvað utanríkisþjónusta Íslands væri og hvað hún væri að gera til að kynna málstað Íslands sem best og koma sjónarmiðum okkar til skila.   Niðurstaðan virðist vera að utanríkisþjónustan hefur nánast ekki gert neitt. Spurningin er hvort það er ríkisstjórninni eða utanríkisráðherra að kenna vegna þess að engin stefna hafi verið mótuð um að nýta utanríkisþjónustuna eða hvort sú utanríkisþjónusta sem við erum með hafi ekki burði til að sinna þessu verkefni.

Frá aldamótum hefur sendiráðum Íslands fjölgað jafnt og þétt og jafnframt starfsfólki í utanríkisráðuneytinu. Hvaða þjóðhagslega þýðingu hefur það haft? Er niðurstaðan sú að þessi flottheit hafa bara aukið útgjöld þjóðarinnar og álögur á skattborgarana.  Skyldi ríkisstjórnin ætla að gera eitthvað í málinu eða er e.t.v. brýnna að loka sjúkrastofnun í sparnaðarskyni?


Bloggfærslur 1. september 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 328
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 3553
  • Frá upphafi: 2561942

Annað

  • Innlit í dag: 293
  • Innlit sl. viku: 3304
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband