Leita í fréttum mbl.is

Hvaða peningamálastefnu er fylgt?

Enn á ný þarf 180 krónur til að kaupa eina evru.  þetta er þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi gripið inn í með því að kaupa krónur fyrir gjaldeyri til að freista þess að veita viðnám við áframhaldandi gengislækkun krónunnar. Spurning er hvort það var rétt stefna og það er einnig spurning hvað var markmið Seðlabankastjóra með þessu inngripi. Hvaða árangri ætlaði hann að ná? Hefur það markmið náðst að einhverju leyti eða engu?

Allt er þetta hulið þó að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi talað um það í árdaga ríkisstjórnarinnar að allt skyldi sett upp á borðið og engu leynt.

Það er ljóst að krónan er mun veikari en eðlilegt er en því má ekki gleyma að hún var sterkari í a.m.k. 3 ár en eðlilegt var.  Dansinn í kringum krónunar og trúin á hagkvæmni þess að vera með sjálfstæða mynt í minnsta myntkerfi heims hefur þegar kostað þjóðina gríðarlega mikið. Er ástæða til að halda áfram tilraunastarfsemi með hana.  Nú er beitt gjaldeyrishöftum og Seðlabankinn kaupir krónur en samt veikist hún.  Það hlítur að vera til skynsamlegri peningamálastefna.

Er ekki eina vitlega leiðin að taka upp eða tengjast fjölþjóðlegri mynt?


mbl.is Gengi krónunnar veikist um 0,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 327
  • Sl. sólarhring: 411
  • Sl. viku: 3552
  • Frá upphafi: 2561941

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 3303
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband