Leita í fréttum mbl.is

Lausnin er fólgin í heilbrigðri skynsemi.

Ein skemmtilegasta sagan sem sögð er af þeim félögunum Sherlock Holmes ofurleynilögreglumanni og Dr. Watson er þegar þeir fóru í útilegu og Sherlock Holmes vaknar um nóttina og vekur Dr. Watson og spyr hvað sérðu. Ég sé stjörnumprýddan himininn segir Dr. Watson. Hvað segir það þér spyr Sherlock Holmes. Dr. Watson setti upp spekingssvip og sagði það segir mér að óravíddir geymsins eru óendanlegar og sýnir fegurð sköpunar Guðs. Nei sagði Sherlock Holmes það segir okkur að það sé búið að stela tjaldinu okkar.

Í því óefni sem venjulegt fólk er komið í vegna ruglaðs lánakerfis sem verkalýðshreyfingin ber mesta ábyrgð á vegna ástar sinnar á verðtryggingu lána koma fram álíka langsóttar skýringar og hugmyndir og Dr. Watson setti fram en það skortir að sjá það einfalda í stöðunni. Heilbrigð skynsemi  vék fyrir stefnu sem byggð er á meintum um sérstökum aðstæðum sem réttlæti ofurvexti, verðtryggingu og sjálfstæða mynt.  

Það einfalda er að það þarf að vera lánakerfi sem er sambærilegt við það sem er í okkar heimshluta. Ekkert minna ekkert meira. Verðtrygginguna verður að afnema og taka af höfuðstól lánanna þann meinta virðisauka sem Hagstofan reiknaði út í kjölfar efnahagshrunsins. Það er að skipta rétt í stað þess að halda áfram að skipta rangt.  Myntkörfulánin verður að færa til ákveðins gengis og gefa fólki kost á að skuldbreyta þeim lánum í krónur miðað við ákveðinn tíma.  

Fasteignafélög leysa ekki þann vanda sem verðtrygging verkalýðshreyfingarinnar hefur kallað yfir launafólk í landinu. 


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 340
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 3565
  • Frá upphafi: 2561954

Annað

  • Innlit í dag: 303
  • Innlit sl. viku: 3314
  • Gestir í dag: 281
  • IP-tölur í dag: 276

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband