Leita í fréttum mbl.is

Óflekkaðar íslenskar konur.

Í viðtali í dag við dagblaðið New Statesman segir forsætisráðherra að konur séu ekki eins flekkaðar af efnahagsmistökum og karlarnir og eigi því skilið að fá tækifæri.  En hvað með þá karla sem ekki eru flekkaðir af efnahagsmistökunum eiga  þeir ekki skilið að fá sömu tækifæri?

Hvað yrði sagt ef karlmaður sem forsætisráðherra vísaði stöðugt til  kynbundinna gilda og mismunar eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gerir sig seka um aftur og aftur.

Í samræmi við þá skoðun forsætisráðherra  að skilja hafrana frá sauðunum og skilja á milli flekkunar og flekkleysis ákvað  Jóhanna Sigurðardóttur að velja kúlulánadrottningu sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Fannst ekki flekklausari kona úr röðum vinstra fólks á Íslandi? 

Flekklausir karlar komu að sjálfsögðu ekki til greina.


Bloggfærslur 15. janúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 70
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 3236
  • Frá upphafi: 2562034

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3002
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband