Leita í fréttum mbl.is

Ósmekkleg fréttamennska RÚV

Á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu var sagt frá sérstökum vildarkjörum sem bróðir þingmannsins Björns Vals Gíslasonar Vinstri grænum hafði gert við kaup á stórhýsi á Grensásvegi. Þeir sem þekkja til fasteignaviðskipta sjá strax að þarna voru sérstök vildarkjör í boði þrátt fyrir að verð á fasteignum hafi lækkað. Þrátt fyrir það þurfa viðskiptin ekki að vera óeðlileg og þar vantaði upp á eðlilega fréttamennsku. Það eitt að vera bróðir Björns Vals Gíslasonar veldur því ekki sjálfkrafa að viðskipti séu óeðlileg.

Þá var það með endemum að nöfn þeirra Skúla Helgasonar þingmanns Samfylkingarinnar og Sigríðar Önnur Þórðardóttur fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins skyldu vera dregin inn í þessa umfjöllun. Við fyrsta augnakast þá verður ekki séð að um óeðlilega lágt verð hafi verið á þeirra eignum og það að vera eða hafa verið þingmaður gerir hluti ekki tortryggilega nema eitthvað meira komi til.

Það var með miklum ólíkindum að draga Skúla Helgason og Sigríði Önnu inn í umfjöllun um kaup á atvinnuhúsnæði. Fréttin á RÚV var fréttastofunni hvað þau varðaði var ósæmileg.


Bloggfærslur 22. janúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 69
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 3235
  • Frá upphafi: 2562033

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 3001
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband