Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga Ingibjargar Sólrúnar.

Í grein í Fréttablaðinu í dag leggur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar til, að skipuð verði pólitísk sátta- og samninganefnd til að leiða ágreiningsmál okkar við Breta og Hollendinga til lykta. Í samninganefndina veljist fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Ingibjörg vill til að nefndin leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái umboð til að semja fyrir Íslands hönd.

Mér finnst ástæða til að taka undir þessa tillögu Ingibjargar. Nefndin gæti þá látið reyna á málið og reynt að fara á byrjunarreit með málið eins og Eva Joly leggur til. Það sem gæti verið vandamál í því sambandi er þó að ríksstjórnin er búin að skrifa undir þjóðréttarsamninga tvisvar sinnum um Icesave málið.

En skyldu þau Steingrímur J. Sigfússon sem skipaði vanhæfu samninganefndina og Jóhanna Sigurðardóttir taka undir þessa tillögu Ingibjargar? Sennilega ekki. Sennilega líta þau svo  á að slíkt feli í sér  áfellisdóm yfir sérog ríkisstjórninni.  Raunar er það rétt.

Tillga Ingibjargar felur í sér ákveðinn áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.


Bloggfærslur 7. janúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 69
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 3235
  • Frá upphafi: 2562033

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 3001
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband