Leita í fréttum mbl.is

Hræðslan við lýðræðið

Fáum dylst að innan ríkisstjórnarinnar skortir bæði samstöðu og hugmyndir til að stjórna með þeim hætti sem nauðsyn krefur. Ríkisstjórnin gerir því það mesta gagn að segja af sér.

Innan ríkisstjórnarinnar er full samstaða um að sitja sem lengst. Ekki vegna þess að mikil ástúð ríki á stjórnarheimilinu heldur vegna óttans við lýðræðið. Sá ótti nær einnig  til stjórnarandstöðunnar.

Veður eru öll válynd í íslenskum stjórnmálum og engin getur sagt fyrir um hvað muni koma út úr kosningum. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða hræðist að nýr flokkur eða flokkar komi fram og nái árangri eins og gerðist í Reykjavík og Akureyri við síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Slík hræðsla er í raun hræðsla við lýðræðið.

Í landi sem tæpast er stjórnhæft lengur er eðlilegt að festu skorti í stjórnmálin meðan kjósendur og stjórnmálamenn eru að finna sér nýja fótfestu í breyttu umhverfi og við aðstæður ólíkar þeim sem þeir þekkja.  Lausn á því fæst ekki með því að ríkjandi stjórnmálastétt skríði öll í eina sæng til að koma í veg fyrir að lýðræðið hafi sinn gang. Lausnin fæst með því að láta lýðræðið vinna sína vinnu jafnvel þó að það þurfi að kjósa oftar en einu sinni á ári á næstunni.

Við því er ekki að búast að þjóðin eða stjórnmálamennirnir finni hugmyndafræðilega fótfestu í einu vetvangi en lýðræðið verður að fá að vinna sína vinnu.  

 


Bloggfærslur 11. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 212
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 2770
  • Frá upphafi: 2562368

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 2565
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband