Leita í fréttum mbl.is

Skuggaelítan

New Left Review, sem er málgagn fyrrum kommúnista og öfgafullra vinstri manna, og amast m.a. við frjálsu markaðsþjóðfélagi, birtir greiningu um hrunið á Íslandi. Greinin nefnist "Skuggaeilítan: Innherjarnir sem felldu efnahag Íslands."

Af fyrirsögninni að dæma hefði mátt ætla að umfjöllunin væri um fallin fjármálafyrirtæki og tug- og hundraðamilljarða skuldara sem voru orsakavaldar hrunsins.  Annað kom í ljós. Greinarhöfundar halda því fram, að Geir H. Haarde og Davíð Oddsson hafi af valdagræðgi og með því að stýra sjálfum sér og vildarvinum í lykilstöður, verið helstu orsakavaldar hrunsins.

Þessi niðurstaða kemur á óvart miðað við hlutlægustu greiningar sem farið hafa fram á hruninu eins og hjá Mats Josefsson, Karlo Jänneri og m.a. jafnvel hinni stjórnsýslumiðuðu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstöður greinarhöfunda New Left Review miðað við greiningar ofangreindra aðila er rugl.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart þegar betur er að gáð. Höfundar þessarar rugluðu greinar og röngu greiningar í New Left Review eru nefnilega helstu viðmælendur og vildarvinir silfur Egils Helgasonar þau  Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur og Robert Wade sambýlismaður hennar. 

Með greinarskrifum sínum opinbera Robert Wade og Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur Sigurgeirsdóttir hvað það fer víðs fjarri að þau séu hlutlausir rýnendur í samtímaviðburði eða hafi hæfi eða burði til að horfa á mál og/eða atburði með hlutlægum hætti. Þeirra viðmið eru pólitísk og grunduð á hatri á markaðsþjóðfélaginu sem persónugerist í tveim einstaklingum að þessu sinni. 

Skrýtið að Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur skuli gleyma því að Ingibjörg Sólrún vinkona hennar og fyrrum sambýlingur var alveg sammála þeim Davíð og Geir um markaðsþjóðfélagið og vildi jafnvel gefa peningaöflunum enn lausari tauminn en þeir vildu. 

Bullið í Robert Wade og Sigurbjögu Sigurgeirsdóttur ber þess glöggt vitni að þau eru fyrst og fremst pólitískt ofstækisfólk. Þau hafa vaðið uppi í skjóli Silfur Egils Helgasonar og fréttamanns á RÚV. Þeim hefur verið gefinn kostur á því af Silfur Agli og fréttamanninum vini Sigurbjargar að sveipa um sig kufli fræðimennskunnar við hefur blasið nakið lýðskrum og pólitískt ofstæki þessara skötuhjúa.

Vonandi kemur sá tími að  Sigurlaug og Wade,  fái ekki frekari tækifæri til að rógbera land og þjóð á erlendum vettvangi og níða niður fólk vegna pólitískra skoðana þess. Þá verður fróðlegt að sjá hvort og þá hverjir það verða sem kalla í annað hvort eða bæði þessara skötuhjúa til að tjá sig um mál í framtíðinni.

Hin raunverulega skuggaelíta er allt annað fólk en Davíð og Geir. Þeir eiga ekki heima þar en það eiga þau bæði Wade og Sigurbjörg.


Bloggfærslur 14. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 2798
  • Frá upphafi: 2562396

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 2593
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband