Leita í fréttum mbl.is

Hvika nú allir stjórnarliðar nema Ögmundur?

Svo virðist sem Jóhanna og meðreiðarlið hennar í ríkisstjórninni sé horfið frá niðurfærslu lána allir nema Ögmundur Jónasson sem enn stendur vel í ístaðinu og virðist skynja alvöru málsins og samhengi hlutanna.

Á tímum kaupmáttarskerðingar upp á rúman tug prósenta, skattahækkana og verðlækkunar á fasteignum, þá þýðir ekki fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði að ætlast til þess að fólk sætti sig við eitthvað annað og minna en eðlilega niðurfærslu verðtryggðra lána.

Stjórnarandstaðan ætti að láta myndarlega í sér heyra varðandi þetta réttlætismál og knýja á um það að almenn leiðrétting lána í samræmi við staðreyndir í þjóðfélaginu nái fram að ganga.

Gerviheimur verðtryggingarinnar býr ekki til nein raunveruleg verðmæti, en hún getur eyðilagt sum.


Bloggfærslur 17. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 355
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 2913
  • Frá upphafi: 2562511

Annað

  • Innlit í dag: 346
  • Innlit sl. viku: 2704
  • Gestir í dag: 338
  • IP-tölur í dag: 329

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband